Borgin fjallar um óljós mörk þess tímabundna og þess varanlega. Borgin er í sífellri breytingu og vinnupallar og framkvæmdir eru táknmyndir breytingana. En þessar breytingar eru bara tímabundnar ef við horfum þröngt á tímann, varanlegar byggingar eru ekki til. Við lítum oft á hús sem tilbúin þegar síðasti kraninn og síðasti stillansinn hefur verið fjarlægður, en á einhverjum tímapunkti birtast þessar táknmyndir breytingana aftur. Eini munurinn á tilbúnu húsi og því með stillansa er því tímalengdin.
Við verkefnið nýtir Brynjar sér double (eða multiple) exposure ljósmyndatækni. Þar sem tvær (eða fleiri) myndir eru teknar á sama rammann, en myndavélinni snúið á milli til að undirstrika breytingarnar. Myndirnar berjast því um yfirráð yfir hvor annarri á sama myndfletinum og áhorfandinn getur ráð hvor vinnur, með því hvernig þær snúa á veggnum.
Valið á myndefni, breytingar hvort sem við lítum á þær yfir styttri eða lengri tíma, er sett fram á kaótískan hátt, borgin og byggingarnar virðast óstöðugar. Þær birtast áhorfandanum sem nýr veruleikur. Myndirnar eru svo leikur að rúmfræðilegum formum og línum, endurtekningar frá nýjum hliðum.